Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 5. febrúar 2009

Saumavélin kvödd

Í dag flutti gamla saumavélin mín að heiman. Gömul skólasystir mín og samstarfskona keypti hana af mér, og þar sem ég tengist saumavélum gjarnan sterkum böndum, var mér alls ekki sama hvert hún færi, og veigraði mér við að auglýsa hana til sölu. Ég gæti því ekki verið sáttari við vistaskiptin og nýja eigandann. Þessi vél er búin að fylgja mér í rúm sjö ár, og hefur reynst mér mjög vel.
Þetta teppi var með því fyrsta sem ég saumaði á hana. Það er saumað með pappírssaum, og er aðeins 47 x47 cm á stærð. Hver ferningur er aðeins rúmir 7 cm, er í hverjum ferning eru 25 bútar. Teppið er því 400 bútar!

Fyrst ætlaði ég að handstinga það, en það reyndist ógerningur, því allst staðar voru þykk saumför, og því stakk ég það með ósýnilegum þræði í saumavélinni.



1 ummæli:

  1. Það góða við að Sigga fékk vélina er að þú getur spurt daglega um hana :)
    Mér finnst mjög gaman að sjá eldri verkin þín, ég er að hugsa um að stofna sér þráð fyrir eldri verkin mín.
    Kv. Anna.

    SvaraEyða