
Litla Riddarateppið saumað ég árið 2005. Byrjaði reyndar á því á jólum 2004 og lauk því á hvítasunnu 2005. Mér fannst mjög gaman að sauma það.

Það er saumað með fléttusaum eða gamla, íslenska krosssaumnum. Saumað er með íslensku kambgarni. Svo lét ég setja það upp á fljótandi eikarramma.

Teppið er gert eftir fyrirmynd úr Þjóðminjasafninu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli