Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Pakki í pósti

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag beið mín pakki á eldhúsborðinu, sem hafði komið með póstinum. Ég er í bókaklúbbi hjá Eddu útgáfu, þar sem alls konar föndur- og handavinnubækur koma út annan hvern mánuð. Þessi klúbbur er samtímis í gangi í Noregi, og eru bækurnar norskar. Fyrir nokkrum vikum rakst ég á norskt blogg þar sem bloggarinn var búinn að fá þessa bók, á norsku, og var ég því farin að hlakka til.

Nú get ég notað eitthvað af rauðu og hvítu 5" efnisbútunum, sem ég keypti hjá Keepsake Quilting á netinu. Þeir eru 50 talsins og enginn eins.

Ýmis lítil verkefni eru í bókinni, og auðvitað má gera þau í öllum regnbogans litum.


1 ummæli:

  1. Bókin kom líka til mín í dag, ég átti gæðastund með henni. Ertu búin að ákveða á hverju þú byrjar?

    SvaraEyða