Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 14. febrúar 2009

Ný efni

Ég skrapp í Draumakot Olgu á leiðinni heim úr vinnunni á miðvikudag og keypti þessi efni. Ég er að byrja að safna gultóna efnum núna, á mjög lítið af þeim og hef ekki notað þau að ráði, nema þá helst í páskamyndum og dúkum. Ég tók þá stranga úr hillunum sem mér leist best á og sá svo þegar ég kom heim að tvö efnin voru frá Thimbleberries (auðvitað!!) Ég dregst að þessum efnum hvar sem ég sé þau.

Svo vantaði mig bómullarvatt, svo ég hafði upp á versluninni Bóthildi, sem nú er í Breiðholtinu, og fékk þetta fína vatt á góðu verði, og svo var þarna úrval af efnum fyrir minn smekk. Ég keypti nokkur hlutlaus, og eitt blátt, og eins og áður þá eru nokkur þeirra frá Thimbleberries. Næst þegar ég fer þangað ætla ég að birgja mig upp af bláum efnum, ég sá nokkur sem mig langar í.


Það góða við að bæta svona við birgðirnar er að gömlu efnin öðlast nýtt líf þegar þau fá nýja nágranna.



1 ummæli:

  1. Sæl, þó ótrúlegt sé er ég mjög hrifin af gulum litum og hef alltaf verið en samt nota ég þá ekki mikið. Það verður gaman að fylgjast með þessum efnum breytast í eitthvað fallegt.
    Kv. Anna Björg.

    SvaraEyða