Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 19. febrúar 2009

Buckeye Beauty

Um daginn var ég að blaða í gegnum bókina Quilts through the Seasons eftir Eleanor Burns, og rakst þar á teppi, sem ber nafn yfirskriftar þessarar færslu. Þar sagði hún að upplagt væri að nota 5" búta sem efnaframleiðendur klippa gjarnan niður sem sýnishorn þegar þeir gera nýjar efnalínur. Þá er ekkert efni eins, en öll passa saman. Þá mundi ég allt í einu eftir svona pakka sem ég keypti á netinu frá Thimbleberries, 5" bútar úr einlitum efnum, alls 50 bútar.
Ég var ekkert búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera við þá, svo ég skellti mér bara í verkið. Ég þurfti að skipta þeim í dökkan og meðaldökkan hóp, alls 32 búta. Leiðbeiningarnar í bókinni eru mjög góðar, og verkið sækist vel. Bútasaumsfóturinn með kantinum er alveg frábær í þetta.

Ég er í eðli mínu rosalega nísk að nota falleg efni. Mér finnst svo gaman að horfa á þau og dást að þeim. En þetta var frábær leið til að láta þau njóta sín saman. Svo notaði ég ljóst efni í bakgrunn sem ég átti í safninu mínu.

Þetta er fyrirmyndin úr bókinni. Teppið mitt verður trúlega litsterkara, en það kemur í ljós, þegar það er komið saman. Ég á bara eftir að leggja lokahönd á samsetninguna.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli