Í dag tókst mér að leggja lokahönd á þetta veggteppi.
Sumarið 2007 var ég á ferð um Akureyri og fór að
sjálfsögðu í Quiltbúðina. Þar keypti ég m.a. almanak, sem heitir Quilter´s Block-in-a-Day Calendar eftir Debby Kratovil. Eins og nafnið gefur til kynna, þá er snið að einni bútasaumsblokk á dag. Ég valdi þær blokkir sem fylgdu afmælisdögum fjölskyldunnar, brúðkaupsdegi okkar hjóna og fleiri merkilegum dögum, og
svo þær, sem mér þóttu fallegar.
Blokkirnar í almankinu eru ekki allar af sömu stærð, svo ég teiknaði þær allar inn í EQ6, prentaði út munstrið og saumaði með pappírssaumi. Ég hafði blokkirnar 8 tommur að stærð.
Mér finnst mjög gaman að handstinga, þótt ég noti yfirleitt saumavélina til að stinga, því það er miklu fljótlegra, og alls ekki leiðinlegt. En ég ákvað því að handstinga þetta teppi, því hver blokk er mismunandi og því gaman að finna út fyrir hverja og eina hvernig best er að stinga. Ég stakk mikið, og á kannski eftir að bæta við sporum.
Dagatalateppið kemur mjög vel út, myndirnar af húfunum eru frábærar og myndu sóma sér vel sem bakgrunnur einhversstaðar.
SvaraEyðaSíðan þín er mjög flott, orðin mín uppáhaldssíða.
Kv. Anna Björg.