Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 14. júní 2012

Síð peysa

Einhvers staðar á netinu sá ég peysu sem var prjónuð úr kambgarni og einbandi, og að sjálfsögðu varð ég að prófa það. Sniðið af peysunni er af "Keðju" úr bókinni Prjónað úr íslenskri ull, og munstrið er úr "Röngu".

Ég notaði prjóna nr. 4,5 og fékk sömu prjónafestu og með léttlopa. Í munstrinu hafði ég grátt kambgarn og brúnt einband.

Kragann prjónaði ég á grófari prjóna, 5,5, og notaði " bændamarkaðsstroff", þ.e. tvær sléttar umferðir sú þriðja slétt og brugðin.

4 ummæli:

  1. vá , þessi er sko flott og sumarleg. stroff og kraginn er líka öðruvísi og fallegt.

    SvaraEyða
  2. Erla Sverrisdóttir15. júní 2012 kl. 21:59

    Rosalega er þetta flott peysa. :)

    SvaraEyða
  3. Peysab er æðisleg hjá þér. Ég kíki reglulega hingað inn og dáist að fallegu handavinnunni þinni. Kv. Guðný.

    SvaraEyða
  4. Eins og allt sem þú gerir er þetta rosalega falleg peysa

    SvaraEyða