Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 17. júní 2012

Peysukjólar

Ég saumaði mér tvo svona peysukjóla um daginn. Hún Lóa (Lóa-design á facebook, endilega skoðið) kenndi okkur kennurunum þetta. Efnið keypti ég í Twill, og teygjuskáböndin líka.

Rauði kjóllinn er úr teygjuefni, sem er æskilegra, en hinn ekki, samt er hann mjög fínn líka. Maður kaupir 80-90 cm af efni, 140 cm breiðu, og brýtur saman, saumar ermar úr teygjanlegu blúnduefni eða jerseyi á, gerir gat fyrir hálsmál, faldar það með teygjuskábandi og saumar saman í hliðum, þ.e. ferningur með ermum og hálsmáli.

Ég saumaði svo 15 cm teygju frá faldi upp í hliðarnar og teygði hana yfir 30 cm til að fá rykkingu. Ég notaði overlockvélina að sjálfsögðu, en það er enginn vand að gera þetta í venjulegri saumavél.

2 ummæli:

  1. Flotte topper du har sydd! Velkommen bilde er også fint - nydelig gammel symaskin :o)

    SvaraEyða