Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 19. júní 2012

Edinborg - London


Í haust fórum við hjónin til Edinborgar ásamt hópi fólks, og á röltinu rákumst við á litla hannyrðabúð, sem var að sjálfsögðu heimsótt. Þar keypti ég þessa mynd, sem ég er nú búin að sauma. Ég bætti reyndar nafninu við 
svo hún passaði betur í rammann.


Fyrir fjórum árum vorum við í London, og þar rakst ég á þessa mynd í Liberty.
Ég á líka útsaumaðan klukkustreng frá Færeyjum, en þar vann ég eitt sumar rúmlega tvítug. Hann á ég reyndar eftir að setja upp.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli