Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 14. janúar 2012

Þæfð karfa og bókakaup

Ég er löngu búin að kveðja jólin, en átti samt eftir að sýna þessa þæfðu körfu, sem ég prjónaði fyrir jól. Uppskriftin er af Drops jóladagatalinu og notaði ég tvöfaldan plötulopa en fór að öðru leyti eftir uppskriftinni. Ég þurfti reyndar að þvo körfuna þrisvar til að fá hana í góða stærð. Lopinn var fallega jólarauður, sérlitaður fyrir Handprjónasambandið.
Svo lét ég verða af því að fá mér þessa bók. Hún er mjög falleg, og mér finnst mjög gaman að prjóna kúlur. Ég pantaði hana á Amazon í Bretlandi. Hún var fljót að skila sér og kostaði ekki nema 3400 krónur, komin í mínar hendur. Hlakka til að prjóna upp úr henni.
Svo ætla ég líka að sýna þessa bók. Hana pantaði ég líka af Amazon í Bretlandi og kostaði hún 1830 kr. Í henni er fullt af teppum, sum flokkuð eftir þjóðernisstíl.
Þetta er samt teppið sem olli því að ég keypti bókina, teppi í sænskum sveitastíl. Ég VERÐ að hekla það.

4 ummæli:

 1. Það er allt svo fallegt sem þú gerir og verst af öllu er að mig langar til að gera það allt NÚNA!!!

  SvaraEyða
 2. Anna Björg er búin að segja það sem ég ætlaði að segja þér en ég ætla samt að endurtaka það :)
  Handavinnan þín er svo falleg að ég verð oft hreinlega orðlaus ;)
  Kveðja, Ásta.

  SvaraEyða
 3. Så fantastiskt vackra saker du gjort igen!
  Så vill jag säga att jag har något som du får hämta från min blogg!
  Ha en fin dag
  Anneli

  SvaraEyða
 4. Æðisleg skál og heklubókin er sjúkleg!

  SvaraEyða