Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 26. september 2018

Enn eitt afgangateppið


Ég hef verið dugleg undanfarin misseri að sauma úr afgöngum, litlum bútum sem safnast saman á mörgum árum. Ég byrjaði í bútasaum fyrir meira en þrjátíu árum, svo mikið hefur fallið til, enda hendi ég ekki neinu.
Mér finnst líka svo gaman að sitja við saumavélina og sauma og sauma, og þurfa ekki að hugsa of mikið um það sem ég er að gera.
 

Þetta er fjórða afgangateppið sem ég hef nýlokið við (eitt hef ég aldrei sýnt), og nú er mjög lítið eftir af litlum bútum hjá mér. 
Ég sneið tveggja tommu ferninga, og raðaði ljósum og dökkum til skiptis.
Vattið innan í er líka allt samansaumaðir bútar, ég rétt náði að hafa það nógu stórt, en kláraði líka restar þar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli