.JPEG)
Í haust bað önnur tíu ára ömmustelpan mig að kenna sér að þæfa. Hana langaði svo til að geta búið til alls konar dýr og verur, og okkur kom saman um að þæfing væri góð aðferð. Sjálf hafði ég aðeins prufað að þæfa og voru það kúlur í hálsmen en þá var ekki notuð nál.
Ég kíkti því aðeins á youtube og fór svo í Liti og föndur og keypti þæfingarnál og ullarkembu í ýmsum litum og svo átti afinn stíft plast til að hlífa borðinu. Ég sýndi henni aðeins aðferðina og svo tók hún við og skildi eins og skot út á hvað þetta gekk og byrjaði á að þæfa kött (en ekki hvað) og notaði nokkra liti. Hún er mjög flink og skapandi og notar netið til að læra hvernig á að gera allt mögulegt.
Hér er kötturinn kominn og auðvitað þurfti að hann að fá félagsskap og þess vegna var búin til mús.
Svo hélt framleiðslan áfram þegar hún var komin heim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli