fimmtudagur, 29. janúar 2009

Húfur og handstúkur

Þessar handstúkur prjónaði ég nýlega úr Lanett ungbarnagarni. Uppskriftin er frá Garnstudio.

 

Hér er uppskriftin að þessum.




Í gegnum áratugina hafa safnast fyrir hjá mér alls konar afgangar af efni og garni. Á síðasta ári safnaði ég saman öllu ungbarnaullargarninu mínu og prjónaði þessar húfur úr þeim.



Húfurnar urðu 24 talsins. Ég fór með þær í Rauða krossinn í Kópavogi, þar sem þær koma að góðum notum. Kannski enda þær á litlum kollum í Afríku. Reyndar fóru bara 23 stykki þangað, því Úlfhildur Sjöfn, frænka mín, fékk eina.




Þegar næstum ekkert var eftir af garninu, vigtaði ég það, og það voru 32 grömm eftir, og ég vissi að húfan vó 26 grömm, þannig að ég hafði garn í eina enn. Afgangurinn af garninu liggur svo til hliðar.

Hér er uppskriftin.


 

1 ummæli:

  1. Sniðug að nýta afgangana í húfur og hvað þá að gefa þær

    SvaraEyða