fimmtudagur, 2. apríl 2009

Páskadúkur

Í tilefni af komu páskanna og þess, að ég er ekki tilbúin að sýna neitt nýtt núna, þótt ýmislegt sé í vinnslu, þá set ég hérna mynd af páskadúk, sem ég gerði fyrir nokkrum árum. Ég hafði hann í brúnum og appelsínurauðum tónum, því ég hef aldrei þolað gulan lit vel, að minnsta kosti ekki skærgulan. Það er reyndar aðeins að breytast núna - ég er farin að kaupa fölgul efni til að hafa með öðrum, og er með hugmynd að dúk. Mynstrið að þessum hér að ofan er fengið úr "Alt om handarbeite", sem ég var ákrifandi af í mörg ár. Munstrið var þar gefið út í pappírssaum.

1 ummæli: