þriðjudagur, 6. október 2009

Borðklútar

Eftir að ég byrjaði að prjóna mér borðklúta, vil ég helst ekki sjá neitt annað. Mér finnast þeir bara miklu betri en búðarkeyptir. Ég er búin að prófa nokkrar uppskriftir, og ég var búin a sjá svona borðklúta á síðunni hennar Timotei. Þeir eru prjónaðir með tvílitu klukkuprjóni. Ég prjónaði þá núna í september.
Þetta munstur er svo skemmtilegt vegna þess að öðru megin er ljósi liturinn ríkjandi, og hinu megin sá dökki. Á myndinni hér að ofan snýr önnur hlið upp en á þeirri fyrir neðan, en allt í sömu röð annars.
Ég stefni að því að losa mig við þessa gömlu, og sem betur fer gat ég látið slatta af þeim fylgja syni mínum, sem er nýfarinn að búa sjálfur. Garnið sem ég nota er Mandarin petit.

4 ummæli:

  1. Fine kluter du har laget! Slike er mye bedre enn de en kjøper. Mine døtre har også funnet ut det samme, så jeg ar produsert en del de siste årene.

    SvaraEyða
  2. Så artig at du også strikker slike kluter! De er kjempegode i bruk, mye bedre enn kjøpekluter.
    Fine farger på dine!

    SvaraEyða
  3. Sæl Hellen, bara kvitta fyrir innlitið á bloggið þitt :-) Hitti vinkonu þína hana Önnu Björg á saumhelgi Bótar.is síðustu helgi þó ég muni ekki lengur hvernig við komumst að því að við báðar þekktum þig. En flottir borðklútar og stórsniðug afganganýting! Falleg myndin þín af konunni að strokka, hver veit nema ég geri eina smækkaða mynd sjálf einhvern tímann. Bestu kveðjur, Elín G.

    SvaraEyða
  4. Frábærir klútar hjá þér, ég var búin að sjá þá hjá Timotei en get ekki skilið hvernig þeir eru prjónaðir. Ég nota ekkert annað en prjónaða klúta og er búin að gera í mörg ár, þeir eru bestir.
    Bloggið hjá þér er alveg frábært og ég kíki alltaf reglulega inn hjá þér og öðrum sem eru á síðunni þinni.
    Takk fyrir mig. Kv Edda Soffía

    SvaraEyða