föstudagur, 9. október 2009

Október

Þá er október kominn upp. Að þessu sinni var það dálítill höfðuverkur hvað ég ætti að gera, því munstrið frá Ellie´s quiltplace, sem hægt er að smella á hér til hliðar á blogginu, var í anda hrekkjavökunnar amerísku. Þar sem ég hef aldrei verið hrifin af þeirri hátíð eða því sem fylgir henni, þá fannst mér ég þurfa að gera eitthvað annað.
Þann 5. október varð mér litið á almanakið mitt góða, og sá þá þetta haustlauf, sem var svo vel við hæfi. Ég teiknaði það í EQ6 og saumaði með pappírssaum.


4 ummæli:

  1. Vá hvað þetta er fallegt og fallegir litir.

    SvaraEyða
  2. Hej! Jag hittade din mycket fina blogg och alla dina fantastiskt vackra handarbeten. Jag kommer igen.
    Hälsningar från Finland

    SvaraEyða
  3. Ég er sammála þér með hrekkjavökuna, mun haustlegra og skemmtilegra mynstur.

    SvaraEyða
  4. Kjempefint oktobermotiv! Mye finere dette enn sånne halloweenmotiver.

    SvaraEyða