fimmtudagur, 30. desember 2010
sunnudagur, 26. desember 2010
Mug Rug
Settist loksins niður við saumavélina. Þessar litlu mottur hef ég séð um allt á bloggunum undanfarið. Þær eru kallaðar Mug Rugs, og eru til í alls konar útfærslum. Ég "gúgglaði" með myndaleit áðan, og sá margar.
LeKaQuilt hefur saumað margar undanfarið, allar mjög flottar hjá henni. Mig vantaði einmitt mottu undir tebollann sem ég drekk í stofunni á kvöldin, svo nú er það mál leyst.
fimmtudagur, 23. desember 2010
sunnudagur, 19. desember 2010
miðvikudagur, 15. desember 2010
Peysur á Úlfhildi Sjöfn og Baby Born
Hún Úlfhildur Sjöfn varð þriggja ára 10. desember. Afasystirin prjónaði að sjálfsögðu á dömuna.
Að sjálfsögðu fylgdu sokkar í stíl. Þeir eru úr nýju prjónabókinni Sokkar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur. Uppskriftinni fylgdi dúkkupeysa í stíl, sem auðvitað var prjónuð líka.
Peysan er úr léttlopa og uppskriftin úr Lopabók frá Ístex.
þriðjudagur, 14. desember 2010
Pakki í pósti
Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær beið mín pakki í forstofunni.
Da jeg kom hjem fra jobben i gar, ventet en pakke pa meg.
Da jeg kom hjem fra jobben i gar, ventet en pakke pa meg.
Ég gat auðvitað ekki beðið með að opna hann en var búin að sjá að hann kom frá Noregi. Hann var frá henni Oddbjörg, bloggvinkonu minni í Noregi. Þetta er "fat quarter" af efni, sem ég sá á blogginu hennar og finnst einstaklega skemmtilegt og sérstakt, flott í saumabuddur. Svo fylgdi kort með fallegri kveðju.
Kærar þakkir, Oddbjörg!
Jeg kunne selvfölgelig ikke vente med a apne den, men sa at den kom fra Norge. Den var fra Oddbjörg, min bloggveninne i Norge. Dette er en "fat quarter" av en stoff, jeg sa pa bloggen hennes og synes er spesielt morsom og fin, passer gott til sybokser. Sa fulgte med en kort med noen fine ord. Tusen, tusen takk, Oddbjörg. Klem fra Hellen
Kærar þakkir, Oddbjörg!
Jeg kunne selvfölgelig ikke vente med a apne den, men sa at den kom fra Norge. Den var fra Oddbjörg, min bloggveninne i Norge. Dette er en "fat quarter" av en stoff, jeg sa pa bloggen hennes og synes er spesielt morsom og fin, passer gott til sybokser. Sa fulgte med en kort med noen fine ord. Tusen, tusen takk, Oddbjörg. Klem fra Hellen
laugardagur, 11. desember 2010
laugardagur, 27. nóvember 2010
Dúkkuföt
fimmtudagur, 11. nóvember 2010
Tölutöskur
Lauk við að sauma þessar töskur fyrir viku. Ég saumaði báðar samtímis, svo ég nennti að gera tvær. Aðra ætla ég að gefa. Þessi efri er úr efnum úr "stashinu" mínu.
Þessi hér að ofan er úr svokölluðum "charm pack" frá Moda, sem ég keypti hjá Quiltbúðinni á Akureyri. Í uppskriftinni er einmitt gert ráð fyrir að maður noti 5" búta úr "charm pack". Verst hvað maður þarf að sletta mikilli ensku í þessum texta, kannski er hægt að nota orðið sjarmabúnt, en svona pakkar eru sýnishorn af efnalínum framleiðenda, þar sem enginn bútur er eins en allir passa saman.
Sniðið er héðan.
föstudagur, 29. október 2010
Borðmottur fyrir aðventuna
Mig langaði að gera jólalegar borðmottur í eldhúsið, og hafði lengi hugsað mér að nota þetta munstur, sem heitir "Lover´s Knot". Motturnar eru í gömlu, íslensku bútasaumsblaði.
sunnudagur, 24. október 2010
Ný Helga
Nú er ég búin að prjóna aðra "Helgu", en ég prjónaði bláa í fyrra.
Hún varð of stór, svo ég prjónaði minni stærðina núna, og nú er hún fín. Ég notaði tvöfaldan plötulopa. Mér finnst mjög gott að hafa háan kraga á lopapeysum, því þá hneppi ég bara kragann í stað þess að nota trefil ef ég er úti í peysunni í kulda.
Tölurnar keypti ég í Gallerí Söru. Undanfarið hef ég bara keypt skelplötutölur í peysur sem ég hef prjónað. Þær eru bæði léttar, hlutlausar og smart!
Uppskriftin er hér.
P.s. Varðandi uppskrift af vagnhosum, sem tvær konur hafa spurt mig um: Ég kann ekki við að birta hana nema að fá leyfi hjá þeirri sem gaf mér hana, og ætla að reyna að hafa samband við hana og sjá hvað hún segir.