miðvikudagur, 26. desember 2018

Tilda sommerkjole


Þetta eru jólakjólar þriggja ára stelpnanna minna í ár.
Uppskriftin er úr Klompelompe sommerbarn, og heitir Tilda sommerkjole.
Það var ekki auðvelt að mynda þá í skammdegismyrkrinu, og er annar djúpgrænn og hinn milliblár, alls ekki svona gráblár eins og myndin sýnir.

Fyrst ætlaði ég að nota Mandarin petit og var komin vel niður fyrir handveg á fyrri kjólnum þegar ég uppgötvaði litagalla í garninu.  Þá nennti ég ekki að taka annan séns og fór yfir í aðra garntegund, Capri frá Katia.  Það er heldur grófara, en kjólarnir komu ágætlega út.  Yfirleitt er ég mjög ánægð með Mandarin petit og var svekkt yfir að geta ekki notað það.  Mér finnst þetta Capri bómullargarn gefa frá sér svolitla ló, sem ég veit ekki alveg hvað þýðir.
En stelpurnar voru flottar í kjólunum, fín vídd neðst á þeim og flottir þegar þær snúa sér í hring.

2 ummæli: