þriðjudagur, 18. janúar 2022

“Heklaðir” dúkar

Einhvern tíma þegar ég var stödd í Pfaff rak ég ég augun í, að ég hélt, heklaða dúka í saumavéladeildinni. Ég skildi ekki alveg samhengið, af hverju voru þeir þarna hjá saumavélunum? Jú, þeir voru ekki heklaðir, heldur gerðir í útsaumsvél! Þegar ég kom heim leitaði ég í munsturbókinni sem fylgdi vélinni minni og fann m.a. þessa tvo og prófaði að sauma þá. Sem yfirtvinna notaði ég 30 wt. bómullartvinna (fékk hann í Pfaff) og í spólunni var overlocktvinni í sama lit. Þetta gekk bara glimrandi vel, en vélin þurfti góð þrif á eftir, mikil ló af tvinnanum (svört þar að auki).  

Ég hafði þá svarta vegna þess að mig vantaði svart undirlag undir þessar flottu kertaluktir mínar, sem Guðný Hafsteinsdóttir, keramiker, gerði.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli