mánudagur, 11. september 2023

Önnur Bugða

Ég fitjaði upp á öðru sjali, sömu uppskrift og síðast. Það er eitthvað við þessa uppskrift sem veldur því að það er svo gaman að prjóna hana. Gaman að prufa aðrar litasamsetningar og það er alltaf eitthvað að gerast í munstrinu. Svo er uppskriftin bara svo vel skrifuð.

Ég keypti mér líka góðan 120 cm ChiaoGoo sjalahringprjón nr. 4 úr stáli á Prjónagleðinni í sumar, og það er alveg sérlega skemmtilegt að prjóna með honum.

Garnið er héðan og þaðan, dökkfjólubláa er liturinn Madame Souris frá Rohrspatz&Wollmeise, keypt í Handprjóni. Ljósgrái er frá Hex Hex Dyeworks og heitir Ósóttar pantanir. Restin eru afgangar frá Vatnsnes Yarn.

Uppskriftin er frá Eddu Lilju í Garnbúð Eddu. 

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli