miðvikudagur, 20. september 2023

Vettlingar fyrir veturinn

Um miðjan maí vantaði mig eitthvað að prjóna, og ákvað að kaupa garn í vettlinga á barnabörnin fjögur, sem eru 4, 6 og tvær 8 ára, og dúlla mér við að prjóna þá í sumar. Verkefnið entist þó ekki nema til maíloka.

Mér fannst sniðugt að prjóna tvö pör á hvert en hafa þau þannig að allir fjórir vettlingarnir gætu gengið hver með öðrum. Heppilegt ef einn eða tveir týnast (sem gerist reyndar nánast aldrei hjá þeim).

Þótt ég hafi lokið prjónaskapnum í vor er ég samt tiltölulega nýbúin að ganga frá þeim og afhenda þá, því ég þurfti að anda aðeins djúpt áður en ég settist niður og handskrifaði á 16 taumiða nöfnin þeirra og saumaði inn í hvern vettling (reyndar voru þeir 24 því ég merkti líka prjónaða sokka á þau öll sem ég á eftir að sýna hér). 


 Ég prjónaði úr Drops Big Delight Print, sem ég var svo heppin að ná í, því það er hætt í framleiðslu. Ég fékk rauða garnið í Gallery Spuna, en það bláa í Skartsmiðjunni.

Uppskriftin er úr Leikskólafötum, aðeins aðlöguð að mér, og snilldin er sú að vettlingurinn passar á hvort sem er hægri eða vinstri hendi, allir eins. Notaði prjóna nr. 3,5 og 4

Engin ummæli:

Skrifa ummæli