. Lauk við stjörnuteppið á sunnudagskvöldið.
Fyrst var ég að spá í að stinga hverja stjörnu 1/4 tommu frá kanti. En eftir að hafa stungið teppið í öll saumför, með tilheyrandi snúningum, þá sá ég að það yrði ansi mikil vinna. Hverri stjörnu hefði ég orðið að snúa 16 sinnum, og margfaldið það með 24!
Fyrst var ég að spá í að stinga hverja stjörnu 1/4 tommu frá kanti. En eftir að hafa stungið teppið í öll saumför, með tilheyrandi snúningum, þá sá ég að það yrði ansi mikil vinna. Hverri stjörnu hefði ég orðið að snúa 16 sinnum, og margfaldið það með 24!
Ég skoðaði bækur og hugsaði málið, og þá sá ég að beinar línur yrðu bæði auðveldastar og rökréttar, þannig að ég stakk teppið horna á milli, þannig að það mynduðust ferningar. Munstrið á teppinu studdi líka þannig stungur.
Kantinn stakk ég á frá réttunni, saman brotinn, og hafði ég hann samsettan úr efnunum úr stjörnunum.