Ég var að ljúka við að prjóna jólakjólinn á yngstu ömmustelpuna mína.
Hún er rúmlega tveggja og hálfs árs.
Í Klompelompe strikkefest er uppskrift af peysu, og það var hugmynd tengdadóttur minnar að ég tæki þá uppskrift og síkkaði þannig að úr yrði kjóll.
Ég prjónaði stærð þriggja ára, en fitjaði upp á fyrir stærð fjögurra ára til að fá meiri vídd í pilsið, en tók svo bara meira úr fyrir berustykkið og prjónaði það ásamt ermum fyrir þriggja ára stærðina.
Í uppskriftinni er notað ullargarn, en við vildum hafa hann úr bómull, og Mandarin petit er eina bómullargarnið sem ég þekki sem er gott að nota í staðinn fyrir ullargarn á prjóna nr. 3.
Það er uppáhaldsbómullargarnið í raun og hef ég prjónað úr því í áratugi.