sunnudagur, 24. nóvember 2024
Skólapeysur
fimmtudagur, 31. október 2024
🎃 👻 Hrekkjavaka 🕷️ 🕸️ 🎃
Blýantaskrautið er úr filti. Margar í hópnum saumuðu svona til að gefa börnum, sem von var á að bönkuðu upp á, í staðinn fyrir sælgæti. Ég gaf barnabörnunum mínum fjórum það sem ég gerði, fjögur á mann.
Svo stóðst ég ekki þessar sætu vofur. Þær eru bókamerki, en ég setti líka lykkju efst.
laugardagur, 26. október 2024
Tvær Erlur
fimmtudagur, 10. október 2024
🍂 Haust 🍁
Svo saumaði ég nokkur laufblöð í tveimur stærðum, koma stærri líka. Þessi eru fín sem glasamottur eða bara til að fleygja á borð til að skreyta. Bæði munstrin eru frá Kreativ Kiwi.
mánudagur, 30. september 2024
Dúkkukjólar
miðvikudagur, 18. september 2024
Húfur og ennisbönd
fimmtudagur, 5. september 2024
Vettlingar fyrir veturinn
mánudagur, 26. ágúst 2024
Dúkkuföt
Stuttbuxurnar gerði ég eftir sniði frá Kreativistine. Þær eru síðar á sniðinu en ég hafði þær bara stuttar.
þriðjudagur, 20. ágúst 2024
Melkorka
Þessi mynd heitir Melkorka. Hún er frá Saumakassanum eins og aðrar þrjár myndir sem ég hef saumað. Ég splæsti henni á mig í vor þegar ég sá fram á að verða ein í húsinu í tæpa viku í júní þegar eiginmaðurinn og synirnir tveir færu í feðgaferð til Lissabon, gjöf frá sonunum til pabba síns í tilefni stórafmælis hans fyrir nokkru. Ég er ekki vön því að vera ein og eiginmannslaus heima svona lengi, og hlakkaði ekki til þess, en ákvað að eiga myndina tilbúna svo ég hefði eitthvað til að hlakka til, og byrjaði ekki á henni fyrr en þeir voru farnir. Hún er frekar fljótsaumuð, enda mikið um beinar, samsíða línur. Skemmtilegt verkefni.
miðvikudagur, 14. ágúst 2024
Hilda hoodie
þriðjudagur, 6. ágúst 2024
Meira af dúkkufötum
Svo var ég búin að prjóna þessar peysur, kannski ekki mjög sumarlegar, en það verður að hafa það. Þær eru bara prjónaðar af fingrum fram, byrja efst á þeim öllum og svo getur maður bara gert alls konar útgáfur, stuttar eða síðar ermar, mismunandi kraga, hneppt að framan eða aftan, stroff eða garðaprjón og líka kjóla.
fimmtudagur, 25. júlí 2024
Hlýrabolir á börnin
miðvikudagur, 10. júlí 2024
Hilda Hoodie
Ég hef áður saumað mér svona eins konar peysukjól eftir þessu sniði. Núna hafði ég hann með hettu og úr venjulegu bómullarjerseyi. Hafði líka ermarnar aðeins styttri. Önnur breyting sem ég hef gert á báðum er að hafa kjólinn sjálfan lengri en mjókka aðeins stroffið að neðan. Þessi verður fínn í húsbílaferðalög sumarsins.
Sniðið heitir Hilda Hoodie og er frá Ida Victoria, og ég keypti efnið hjá henni líka.
þriðjudagur, 2. júlí 2024
Fleiri dúkkuföt
Þessar dúkkur geta alltaf bætt við sig fötum. Mér finnst líka gaman að taka smá rispur í dúkkufatagerð, enda þurfa ömmustelpurnar að hafa úr einhverju að velja. Þessar tvær stærri eru 18” dúkkur og sú minni 14” að stærð. Ég nota tommumálin frekar því þá finn ég miklu meira úrval þegar ég leita að sniðum og uppskriftum.
Buxnasniðið á þessa litlu bjó ég nú eiginlega til sjálf, var með einhvern grunn sem passaði engan veginn þannig að ég breytti og minnkaði þangað til þetta varð sæmilegt.
Peysurnar á stærri dúkkurnar eru eftir fríum uppskriftum á Ravelry, og þá bleiku reyndi ég að hafa í stíl við hinar en þurfti að gera tvær tilraunir til að láta hana passa. Þá gulu gerði ég svo bara eftir sama grunni.
miðvikudagur, 19. júní 2024
Sumarpúði
Þegar ég keypti Husqvarna útsaumsvélina mína fylgdu með henni tveir efnisbútar og undirlag til að setja í útsaumsramma og sauma. Mig langaði alltaf að nota þá í eitthvað fallegt.
Svo var það þessi mynd….mér fannst hún alveg sérlega falleg, og þegar ég fór að tína til tvinna í hana til að vita hvort ég ætti eitthvað af litunum og hvað ég þyrfti þá að kaupa í viðbót, þá kom í ljós að ég átti hér um bil öll réttu litanúmerin í hana og þurfti engu að bæta við.
Annar búturinn varð þá að þessum sumarlega púða sem prýðir nú sófa á heimilinu. Hann átti fyrst að fara á hjónarúmið en passaði svo vel þar sem ég fleygði honum niður til að taka mynd að hann hefur legið þar síðan. Ég notaði stærsta rammann sem fylgdi vélinni, 36x20 rammann. Munstrið er í vélinni minni.