Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 5. apríl 2024

Dúkkufataprjón

Það er alltaf gaman að grípa í dúkkufataprjón. Ég sá þessa lambhúshettu á handavinnusíðu vinkonu minnar og fékk uppskriftina frá henni. Byrjaði á þessari rauðu, en hún varð bara sú fyrsta af mörgum.

Fínt að grynnka aðeins á afgöngunum sem alltaf safnast upp. Krakkarnir urðu strax hrifnir af þeim og fengu þær allar með sér heim, ein náðist ekki einu sinni á mynd.


Uppskriftin er fyrir Baby Born, en þær fóru nú samt á alls konar bangsahausa. Kormákur þvottabjörn var  mjög flottur með sína þegar hann fór heim.

Svo fengu fleiri dúkkur föt….uppskriftirnar að þessum dressum fékk ég á Ravelry með því að leita að uppskriftum á 14” og 18” dúkkur, fullt af fríum uppskriftum þar. Peysurnar eru prjónaðar eftir sömu uppskrift, önnur er með smellum að aftan, hin hneppt að framan.

Prjónastærðin var 2,5, reyndar gefið upp fyrir 2,25, en ég á þá ekki sem kemur ekki að sök því ég prjóna frekar fast.


 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli