Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 29. apríl 2024

Krosssaumspúðar

Langamma tveggja barnabarnanna minna í móðurætt lést fyrir um tveimur og hálfu ári. Hún var mikil handavinnukona, og í vetur, þegar gamla heimilið var selt og geymslur tæmdar, kom í ljós ýmis efniviður tengdur handavinnu. Það sem nánustu aðstandendur gátu ekki nýtt sér var mér fært til að fara í gegnum og nota. 


 Þar fann ég meðal annars fallegan löber með þessum glaðlegu myndum á hvorum enda, fullsaumuðum, en ramminn í kringum dúkinn var ókláraður. Ég fékk þá hugmynd að gera úr löbernum púða handa krökkunum úr þessum myndum. Gula efnið í rammanum kom frá langömmunni líka. Ég hafði sitt hvort efnið í bakið svo þeir þekktust í sundur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli