Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 28. ágúst 2020

Peysan Mist í þríriti


Tvær ömmustelpnanna minna, systurnar, báðu mig í sumar að prjóna á sig bleikar peysur.
Ömmuhjartað var mjög stolt yfir að þær skyldu biðja um þetta sjálfar, og leyfði ég þeim sjálfum að velja liti.


Akkúrat á þessum tímapunkti var að koma út uppskrift hjá Prjónaklúbbnum að peysunni Mist, og meira að segja var blásið til samprjóns. Ég skellti mér í það, og prjónaði þrjár peysur. Þriðja ömmustelpan varð auðvitað að vera með og fékk hún bláa, enda á hún fjórar peysur frá mér í bleiku, sem hún er að nota.


Þarna eru þær komnar í peysurnar, staddar í afmæli einnar þeirra.
Peysurnar eru prjónaðar ofan frá og niður, og finnst mér það snilld þegar maður prjónar á börn. Ég gat mátað sídd á axlastykki, bol og ermum á meðan þær voru í vinnslu og mátaði oft. Ljósbleiku peysuna prjónaði ég reyndar tvisvar, var búin en fannst axlastykkið of sítt, og rakti upp bol og ermar, stytti axlastykkið og prjónaði hitt aftur. Þá var ég líka ánægð.


Ég á reyndar ekkert í barninu á þessari mynd, heldur voru myndin af því í peysu og mynd af mínum peysum dregnar út í samprjóninu, og mátti ég velja mér uppskrift af síðunni þeirra.

Ég prjónaði peysurnar úr Drops cotton merino sem ég held mikið upp á.
Stærðirnar voru á 4 og 6 ára, en stelpurnar eru 3 og 5 ára.

1 ummæli:

  1. such beautiful sweater for pretty little children -- you do such good work!

    SvaraEyða