Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 23. mars 2022

Kokkateppi

Þetta teppi hefur hangið í nokkrar vikur í borðkróknum fyrir ofan eldhúsborðið. Ég hef alltaf verið hrifin af “Redwork” útsaumi og hef saumað mörg þannig verkefni gegnum tíðina. Samt finnst mér aldrei neitt sérstaklega gaman að sauma þau í höndunum út af fyrir sig, þótt ég vilji eiga afraksturinn. Og nú slapp ég alveg við að sauma myndirnar sjálf, því Sapphire 85 útsaumsvélin gerði þetta fyrir mig🙂

Uppskriftina fékk ég á netinu, frá Kreative Kiwi, og er hún ókeypis á síðunni þeirra. Þar heitir hún Redwork Chefs. Ég saumaði 4x4” mynstrin, og blokkin varð 8,5x8,5” að stærð. Mjög skemmtilegt verkefni.

Ég valdi þetta munstur aðallega til að skemmta barnabörnunum þegar þau sitja við eldhúsborðið hjá okkur. Þau velja sér þá þann kokk sem þau ætla að “vera” þann daginn. Sama gera þau stundum þegar þau koma inn til okkar, því í forstofunni hangir þetta húsateppi og þau byrja oft á að “velja sér hús”.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli