Þegar ég fékk Sapphire 85 útsaumsvélina mína gerði ég ráð fyrir að skrautsporin í henni væru nokkurn vegin þau sömu og í Epic 980Q vélinni, og það yrði óþarfi að gera sérstaka sporabók fyrir hana. Ég fór nú samt að nördast aðeins og bera saman sporaflokkana. Þá kom í ljós nokkuð sem ég átti ekki von á: það voru fleiri spor í Sapphire vélinni en í Epic vélinni. Þetta kallaði á sporabók fyrir hana líka, en ég ákvað að sauma bara þau spor sem ekki voru í Epic vélinni og merkja þau með flokki og númeri. Öll sporin í Epic vélinni voru líka í Sapphire vélinni. Þegar upp var staðið voru þetta um 100 spor sem munaði.
Svo gerði ég forsíður fyrir hverja vél í útsaumsvélinni. Munstrin fékk ég ókeypis hjá Kreativ Kiwi.
Mér finnst mjög gaman að að fara í gegnum það sem vélin getur gert, prófa það allt. Mæli með þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli