Í síðustu viku fann ég skemmtilega Youtube rás Gunnhildar Hannesdóttur, sem er handavinnukennari og frábær handavinnukona. Í einum þættinum sagði hún frá og sýndi heklaðar pottahlífar. Ég hafði einmitt verið að leita í bílskúrnum að hentugri pottahlíf fyrir pelargóníuna á pallinum en ekki fundið.
Auðvitað var þetta málið - hekluð pottahlíf! Ég gramsaði í afgöngunum, sem minnka stöðugt, því ég hef unnið mikið úr þeim undanfarið og gefið líka, en fann þetta eldgamla bómullargarn ofan í kistu og heklaði pottahlífina í dag.
Ég notaði fjóra þræði saman og heklunál nr. 6, en ég átti ekki stærri. Svo þrælaði ég þessu saman með fastahekli og útkoman varð þessi. Skemmtilegt verkefni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli