Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 16. september 2022

Lítið teppi með kaleidoscope munstri

Mér finnst alltaf jafn nærandi að sauma afgangateppi, og vinna úr afgöngum almennt. Ég sá svona teppi einhvers staðar á netinu í vor og langaði að sauma svipað, sérstaklega af því að þessi blokk er ein af mínum uppáhalds. Svo litlu afgangarnir voru dregnir fram einu sinni enn, og hafist handa. Mörg þessara efna eru áratuga gömul svo það er eins og að ferðast aftur í tímann að skoða bútana.

Ég bjó blokkina til í EQ8 forritinu, fann einhvern veginn út úr því, og sneið svo alla 576 þríhyrningana eftir skapalóni úr pappa sem ég prentaði út, strikaði i kring með blýanti og klippti út með skærum. Þarna kláruðust sum efni alveg. Reglan er sú að skipta efnunum í ljós og dökk, og mega dökkar eða ljósar hliðar aldrei liggja saman. Þetta gekk upp og var skemmtilegt að gera. 


 Og merkið fór á sinn stað, saumað í útsaumsvélinni minni góðu.  Hver blokk er 23x23 cm og allt teppið ca. 92x92 cm.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli