Heildartala yfir síðuflettingar
miðvikudagur, 5. október 2022
Nálapúði
Ég fór á sýningu á verkum Karólínu Guðmundsdóttur vefara í Árbæjarsafni í sumar. Mjög fróðleg og flott sýning. Nú er búið að endurgera nokkur útsaumsmunstur sem hún gerði og setja í pakkningar til sölu. Mig langar að eignast eina af þeim, en þessi litli nálapúði er líka með munstri sem tekinn er úr stærra verki eftir hana og birtist í nýjasta tölublaði Hugar og handar. Ég átti gamlan ullarjafa og nóg af kambgarni og saumaði hann. Átti líka ullarefni í bak og ullartróð. Hann er ekki nema 11x11 sm að stærð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli