Ég átti afgang af grænu Drops Air sem ég ákvað að nota í þetta litla sjal þegar mig vantaði eitthvað til að prjóna.
Uppskriftin er frá Garnstudio og heitir Cantaloupe Shawl. Þetta garn var afgangur frá peysuprjóni, og ég lét ömmustelpuna sem fékk þá peysu líka fá sjalið.
Og af því að mér þótti svo gott að hafa það um hálsinn, þá keypti ég í annað sjal fyrir sjálfa mig. Passlega lítið til að hafa þegar ekki er of kalt en samt ekki nógu hlýtt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli