Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 12. febrúar 2023

Febrúarálfur


 Ég er voða skotin í svona álfum, og keypti þessa uppskrift hjá Kreative Kiwi. Hann kemur í nokkrum stærðum og saumaði ég hann í 18 x 13 cm ramma. Hann er gerður í tveimur hlutum, og í stað þess að hafa texta á húfunni eins og gert er ráð fyrir saumaði ég hjarta sem ég fann í Super designs í forritinu mínu. Svo las ég um konu nokkra á fb sem saumar einn svona álf á mánuði og sendir systur sinni, og hefur húfuna einhvern veginn á þann hátt að hún minni á mánuðinn sem um ræðir. Mér finnst það voða sniðug hugmynd og ætla því að hafa vaðið fyrir neðan mig og kalla þennan febrúarálf, og vísar þá hjartað í Valentínusardaginn, og vona svo að ég nenni að gera marsálf þegar þar að kemur. Við sjáum til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli