Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 14. febrúar 2023

Love Letters

Ég tók þátt í örlitlum leynisaum nú í febrúar í hóp á fb sem Kathleen Tracy stjórnar. Hún er flottur höfundur nokkurra bútasaumsbóka og hópurinn snýst um að sauma eftir hennar hönnun. Við fengum þrjár vísbendingar en vissum að þetta væri tengt Valentínusardeginum. Gerði þetta til að setja smá gleði í dagana í þessum febrúarlægðum sem hafa dunið yfir.

Teppið er ekki stórt, en litaþemað var rautt, gjarnan með bleiku ívafi. Rautt er uppáhalds liturinn minn í bútasaumi svo það hitti vel á. Blokkirnar eiga sem sagt að tákna opin umslög með ástarbréfum, Love Letters.   Svo merkti ég strax…notaði Spiro prógrammið í forritinu mínu. Höfundurinn stakk upp á því að hafa faldinn einfaldan, þ.e. að sníða 1 og 1/4 " ræmu og sauma hana einfalda á í stað þess að sníða 2 og 1/4 " ræmu og brjóta saman áður en hún er saumuð á eins og venjulega er gert. Þetta hefur mér aldrei dottið í hug áður en passar miklu betur þegar stykkið er lítið.


 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli