Ég hef átt sniðið af þessum hlýrabolum nokkuð lengi, aðallega til að sauma bol á sjálfa mig, sem hefur ekki orðið ennþá. Datt þá í hug í vor að sauma á barnabörnin mín fjögur, sem eru 5, 7 og tvær 9 ára á þessu ári, því sniðið kemur í stærðum bæði fyrir börn og fullorðna.
Sniðið heitir Ida Victoria Singlet. Efnin eru frá Litlu músinni. Ég lét öll börnin velja sér sjálf efni á netinu.
Bakið kemur í tveimur útfærslum, þessari hér að ofan og svo með heilu, venjulegu baki. Ég saumaði þessa útgáfu á stelpurnar þrjár, en með venjulegu baki á strákinn. Bolinn hans hafði ég líka beinan í hliðum, en sniðið gerir ráð fyrir að hliðarnar komi aðeins inn í mittið. Fyrst saumaði ég prufuboli í öllum stærðunum úr gömlu jerseylaki til að tékka á hvernig sniðið passaði þeim, og gerði smá breytingar þar sem þurfti.
Allt smellpassaði og krakkarnir sáttir❤️
Engin ummæli:
Skrifa ummæli