Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 14. febrúar 2010

Diskamottur

Nýlega lauk ég við að sauma þessar diskamottur. Þær eiga að vera svona hversdags á eldhúsborðið.
Ég var ákveðin í að hafa þær úr köflóttu eingöngu. Ég sá einu sinni þannig diskamottur í Virku. Þær voru reyndar með húsi í miðjunni, og úr mjög samlitum og dökkum efnum.

Ég prófaði þess vegna að setja hús í miðjuna þegar ég bjó mottuna til í EQ6. Svo fór ég að hugsa að ég væri svo oft að sauma hús, enda eru hús, átta arma stjörnur og fljúgandi gæsir uppáhaldsmótívin mín.

En ég held líka mikið upp á fimm arma stjörnur, svo ég ákvað að prófa það núna.
4 ummæli:

 1. Stjernebrikkene dine er kjempefine!

  SvaraEyða
 2. Fimm-arma stjörnur eru mínar uppáhaldsstjörnur, þetta eru mjög fallegar diskamottur og gaman að sjá saumað úr köflóttum efnum, ég er svo hrædd við þau. :)

  SvaraEyða
 3. Fallegar mottur. Gera hversdagsborð að hátíðarborði:)
  Kveðja, Ásta.

  SvaraEyða
 4. mikið er motturnar fallegar og flottir litir. Trúlega stelum við Anna þessu í vikuverkefni
  Þú er að gera afar fallega hluti en hvaðan færðu allar þessar hugmyndir? Kv. Þóra

  SvaraEyða