Heildartala yfir síðuflettingar
miðvikudagur, 28. apríl 2010
Smámynd
þriðjudagur, 20. apríl 2010
Kjóll
föstudagur, 16. apríl 2010
Húfur og ermar
Ég datt í húfuprjón um páskana. Kvenfélagasamband Íslands ætlar, í tilefni af 80 ára afmæli sínu, að færa öllum börnum, sem fæðast á afmælisárinu, húfu að gjöf. Reiknað er með að um 5000 börn fæðist á árinu.
Mig langaði til að taka þátt í þessu, en uppskriftina er að finna á vef Kvenfélagasambandsins. Notað er kambgarn, en ég á töluvert af því, samt ekki í góðum litum fyrir ungbörn. Ég átti þó allt bláa garnið og það ljósbleika, en ég keypti hvítt og bleikt. Það fást 2 húfur úr dokkunni.
Þessar ermar prjónaði ég fyrr í vetur, en þurfti að rekja upp og laga, og nú eru þær fínar. Þær eru úr bókinni Garn og gaman, og þar eru þær prjónaðar úr léttlopa, en ég notaði Perfect frá Sandnes.
mánudagur, 5. apríl 2010
Dúkur með pinwheel munstri og viðurkenning

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)