Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 16. apríl 2010

Húfur og ermar

Ég datt í húfuprjón um páskana. Kvenfélagasamband Íslands ætlar, í tilefni af 80 ára afmæli sínu, að færa öllum börnum, sem fæðast á afmælisárinu, húfu að gjöf. Reiknað er með að um 5000 börn fæðist á árinu.
Mig langaði til að taka þátt í þessu, en uppskriftina er að finna á vef Kvenfélagasambandsins. Notað er kambgarn, en ég á töluvert af því, samt ekki í góðum litum fyrir ungbörn. Ég átti þó allt bláa garnið og það ljósbleika, en ég keypti hvítt og bleikt. Það fást 2 húfur úr dokkunni.

Þessar ermar prjónaði ég fyrr í vetur, en þurfti að rekja upp og laga, og nú eru þær fínar. Þær eru úr bókinni Garn og gaman, og þar eru þær prjónaðar úr léttlopa, en ég notaði Perfect frá Sandnes.



 

4 ummæli:

  1. Meiri krafturinn í þér, þetta eru svo góðar húfur, á mínu heimili eru þær kallaðar skrattakollur :) Ermarnar eru fallegar líka. Hafðu það gott um helgina.

    SvaraEyða
  2. Men ååh så underbara så mössor i härliga färger! Jag tycker också det är roligt att göra små barnkläder som jag mest ger bort till de som behöver.
    Ha ett härligt veckoslut!

    SvaraEyða
  3. Hei!
    Lenge siden jeg har vært hos deg nå. Du har jo strikket så mange luer! Laget en del luer etter denne modellen for en stund siden jeg også. Jeg brukte Fabel og Lanett. Kjempelurt å få brukt opp restegarn på slike små prosjekt.
    Nydelig, nydelig duk med pinwheels du har sydd! Og baksiden matcher jo perfekt i fargene!

    SvaraEyða
  4. Flottar ermar til að nota við fína kjóla. Ég er að hugsa um að fá lánaða hugmyndina ;)

    SvaraEyða