Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 28. apríl 2010

Smámynd

Ég tók fram kassa með alls konar smáafgöngum, sem ég hef ekki tímt að henda, og sneið úr þeim litla ferninga, ljósa og dökka. Þeir eru sniðnir 1 x 1 tomma að stærð, og þegar þeir eru komnir 4 saman í myndina eru þeir 1 x1 tomma saumaðir.
Hér er geisladiskur til samanburðar á stærðinni.

Ég las í bloggi sem heitir The sentimental quilter, að sú sem skrifar það sníður alla litla afganga niður í svona stærðir, saumar saman fjóra búta, og setur í öskju. Svo saumar hún svona lítil teppi þegar hún er í stuði til þess. Sniðugt?!



6 ummæli:

  1. Sæl Hellen
    En dútlið á þér, þetta er svo flott hjá þér, en þegar ég sá hvað þetta er lítið þá skil ég ekki hvernig þú nennir að gera svona. Ég hef reynt að gera svona miniture teppi en hef ekki þolinmæði til þess og allt of marga þumalputta. ;o)
    Ég hélt að ég hefði kommentað á kjólinn en sé að ég gerði það ekki. Hann er svo flottur og ég er sammála konunni sem sagði að þú hefðir átt að pósa sjálf í honum.

    SvaraEyða
  2. Det kan bli flotte ting av små biter. Koselig, liten quilt!

    SvaraEyða
  3. Já, þetta er sniðugt. Ég er eins og þú, hendi ekki bútunum mínum þó svo þeir séu mjög litlir. Ég ætla að stela þessari hugmynd. Fallegt.

    SvaraEyða
  4. Det var virkelig vakkert. nydelige farger. Ønsker deg en super helg

    SvaraEyða
  5. Þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegt, allt þetta pot, gaman að sjá svona miniquilt, litirnir náttúrulega mjög fínir. Segi það enn og aftur, þú ert snillingur!

    SvaraEyða