Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 26. nóvember 2025

Jólahúfur




 Kennaraparið í fjölskyldunni uppgötvaði fyrir jólin í fyrra að eiginlega vantaði þau jólahúfur til að passa inn í stemminguna sem ríkir í skólanum svona rétt fyrir jólin. Ég lofaði að bæta úr því fyrir næstu jól og þetta er afraksturinn.

Uppskriftin er frá Ömmu Loppu. Garnið er frá Katia og heitir Craft Lover. Prjónarnir voru nr. 4. Ég prjónaði stærstu og næststærstu stærðina.

1 ummæli:

  1. Sara Ingvarsdóttir29. nóvember 2025 kl. 01:00

    Mig langaði bara til þess að segja þér hversu gaman það er að fletta blogginu þínu og sjá allt það sem þú hefur búið til. Ég rakst á bloggið út frá gúgli um saumavélar og hef legið yfir því í meira en klukkustund. Algjört æði.

    SvaraEyða