
Var að ljúka við að sauma þennan renning. Ég bjó hann til eftir máli í EQ7 þannig að hann passaði á gamlan tekkskenk sem við höfum undir sjónvarpinu.

Ég saumaði saman alls 16 átta tommu blokkir, 2x8 í röð, með pappírssaumi.

Þessi skenkur var á heimili mínu þegar ég var að alast upp, og mér finnst svo notalegt að vera með svona húsgögn á heimilinu sem tengjast sögu fjölskyldunnar. Við tókum bara lappirnar undan honum til að lækka hann.