Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 14. febrúar 2020

Prjónaveski fyrir Addi trio prjóna


Ég er voða gamaldags hvað varðar prjónaáhöld, nota mína gömlu prjóna og er bara sátt við þá. 


Það er samt ein nýung sem ég hef fallið fyrir, og það eru Addi trio prjónarnir.
Mér hefur alltaf leiðst að nota fimm prjóna, og nú er ég á góðri leið með að skipta þeim út fyrir Addi prjónana.


Og til að hafa eitthvað yfirlit yfir prjónaeignina þurfti ég að sauma veski undir þá.
Ég stefni á að fylla þetta veski smám saman. Af sumum stærðum á ég nú þegar tvö pör, því mér finnst best að prjóna ermar, skálmar, sokka og vettlinga samtímis hvað öðru.
Ég saumaði hvítan borða á hólfin til að skrifa prjónastærðirnar á þegar ég veit betur hvað kemur í þau.
Aftari hólfin eru fyrir lengri gerðina.


Svo rúlla ég þessu saman.
Fyrirmyndin er prjónaveski sem mér var gefið fyrir nokkrum árum og ég hef notað síðan.
Efnin keypti ég á útsölu hjá Panduro í vetur.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli