Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 20. apríl 2010

Kjóll

Þennan kjól saumaði ég um helgina. Hann er úr jerseyefni. Sniðið er í Ingeliseblaði frá því í janúar 2010. Ég saumaði hann í og með til að æfa mig á overlockvélinni, sem ég keypti í maí í fyrra. Ég hef saumað þrjá kjóla og ýmislegt smálegt á hana, en er enn að læra. Ég fer á námskeið, sem fylgir vélinni, eftir viku. Eins og sést á myndinni saumar hún þekjusaum, þ.e. tvöfalt og þrefalt spor til að falda með, og til að sauma hann þarf ýmsar tilfæringar áður, sem ég var að æfa mig í. En það er sagt að því meira sem maður saumi, því meira saumi maður (!)
Hér er myndin úr blaðinu. Ég ákvað að sýna mynd af "professional" fyrirsætu í kjólnum í stað þess að sitja fyrir sjálf.

4 ummæli:

  1. Ofsalega er þetta smart kjóll og örugglega mjög þægilegur.
    Þú hefðir nú alveg getað setið fyrir sjálf Hellen, eins glæsileg og þú ert.
    Kveðja, Ásta.

    SvaraEyða
  2. nei så flott blogg du har da. Du lager masse fint.Her skal jeg stikke innom oftere.
    Klem

    SvaraEyða
  3. Mikið skil ég þig vel. Mér finnst ég alltaf við það að tapa vitinu þangað til þekjusaumurinn er loksins til friðs á vélinni hjá mér. Saumaði mér heimabuxur við heimkomuna í staðinn fyrir þessar sem ég fleygði úti til að létta ferðatöskurnar.

    SvaraEyða
  4. Þessi er flottur, hlakka til að sjá hann með eigin augum.

    SvaraEyða