
Sniðið að þessari veggmynd keypti ég síðastliðinn laugardag þegar ég kom við í Bót á Selfossi. Það er frá Patchabilites, og ég er oft búin að spá í að kaupa í eina mynd frá þeim.

Efni fylgdu sniðinu, en ég notaði annað efni í rammann, sem ég átti og líka í miðjuna á blómunum.

Stönglana saumaði ég í saumavélinni, fór tvisvar í línuna með sporinu sem gengur fram og til baka þegar maður saumar. Mér finnst það þægilegast þegar þarf að bródera svona línur.

Svo hefur nálapúðinn bæst í hópinn, þannig að nú er ég búin með fimm af tólf myndum í veggteppið með saumaáhöldunum.