Sniðið að þessari veggmynd keypti ég síðastliðinn laugardag þegar ég kom við í Bót á Selfossi. Það er frá Patchabilites, og ég er oft búin að spá í að kaupa í eina mynd frá þeim.
Efni fylgdu sniðinu, en ég notaði annað efni í rammann, sem ég átti og líka í miðjuna á blómunum.
Efni fylgdu sniðinu, en ég notaði annað efni í rammann, sem ég átti og líka í miðjuna á blómunum.
Stönglana saumaði ég í saumavélinni, fór tvisvar í línuna með sporinu sem gengur fram og til baka þegar maður saumar. Mér finnst það þægilegast þegar þarf að bródera svona línur.
Voðalega er gaman að fylgjast með saumaáhöldunum (veggteppinu) hjá þér ;D Frábærar myndir og það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út þegar það er búið.
SvaraEyðaSumarkveðjur frá Borgarnesi