Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 12. september 2010

Prjónaskapur sumarsins

Hér er hluti af því sem ég prjónaði í sumar. Peysan hér að ofan er úr færeyska garninu Navia trio. Liturinn kemur alls ekki réttur út á myndinni, því hann er hárauður, en virðist bleikur hérna. Ég lendi oft í því að rautt virðist bleikt, og ég gæti lagað það í fotoshop, en nenni því ekki. Uppskriftin er líka úr færeysku Naviablöðunum.
Þetta er svo faðmur úr Einbandsbókinni. Það tók dálítinn tíma að prjóna þessa, sem er bara gott mál, því þá entist hún mér lengi. Ég er orðin í vandræðum með mig því ég verð að hafa eitthvað að prjóna þegar ég sest fyrir framan sjónavarpið, og oft er mér alveg sama þótt ég þurfi að rekja flík upp og gera hana aftur, því ég hef þá eitthvað að prjóna á meðan.
Svo gerði ég mér þessa slá úr einbandi í vor. Mér var sagt að "allir" kennarar í ákveðnum skóla hér í Hafnarfirði væru búnir að prjóna sér svona slá, og uppskriftin er svona: Fitjað er upp á 160 lykkjum með einbandi og prjónað garðaprjón fram og til baka á prjóna no. 6 þar til búið er að prjóna úr 2 dokkum. Þá er framhaldið prjónað í 2 hlutum, fyrst annar boðangurinn sem er 80 lykkjur. Hann er prjónaður þar til 1 dokka er búin, og hinn boðangurinn prjónaður á sama hátt. Svo þvoði ég stykkið og teygði vel úr því og þetta er bara hin klæðilegasta flík!

8 ummæli:

 1. Åh så mycket vackert du har stickat! Så mycket arbete det har varit att få dem färdiga. Dom är helt fantastiskt fina!
  Ha det så bra!

  SvaraEyða
 2. En flottar peysur hjá þér, þessi færeyska er rosa flott og klæðileg, ég get alveg ímyndað mér að hún sé flott í rauðu ;þ
  kv Edda

  SvaraEyða
 3. Alveg óskaplega fallegt allt saman :)
  Kveðja, Ásta

  SvaraEyða
 4. Langar til að forvitnast aðeins í sambandi við einbandspeysuna sem er svo vinsæl hjá kennurunum. Það eru fitjaðar upp 180 l og svo boðungarnir 60 l hvor, er þá 60 l bil í miðjunni fyrir hálsmál??
  kv. Sigrún Jóh.

  SvaraEyða
 5. Sigrún!
  Ég víxlaði tölum, og er búin að leiðrétta það á blogginu. Maður fitjar upp á 160 lykkjum og svo eru 80 í hvorum boðangi.
  Kv. Hellen

  SvaraEyða
 6. Takk kærlega fyrir þetta, mér fannst þetta pínu skrítið :-) Mjög fallegt handverk hjá þér, takk fyrir að deila því með okkur hinum.

  SvaraEyða