Í sumar datt ég aðeins í kjólasaum. Þennan svarta og skræpótta var ég reyndar að klára í dag. Ég saumaði hann upp úr Emamikjólnum sem ég saumaði mér í fyrra, og bætti við munstraða efninu.
Ég var búin að nota þann kjól töluvert, en ákvað svo að nóg væri komið, og notaði efnið í annan kjól, enda ekkert mál að sníða upp úr honum því hann er bara beint, stórt stykki.
Hér er svo hálfsíður kjóll frá í sumar, saumaður eftir sama sniði og þessi fyrir ofan. Þennan nota ég með buxum.
Það átti að rykkja kjólinn í bakið og leggja eitthvert sérstakt teygjuefni undir til þess, en ég fékk það hvergi. Hins vegar sá ég leiðbeiningar á netinu um það hvernig hægt er að rykkja með því að setja teygjutvinna í spóluna á saumavélinni, og það tókst svona líka vel.
Þessi kjóll er svo eftir öðru sniði, og ég valdi þá útfærslu að hafa teygju í faldinum, og nota hann bæði með leggings og buxum.
Allir kjólarnir eru úr teygjuefni.
Bæði sniðin eru frá Onion
Flotte kjoler du har sydd! Jeg sydde klær før, men etter at jeg begynte med patchwork har det blitt lite av det slaget - dessverre.
SvaraEyðaÞessir kjólar eru algjörlega æðislegir hjá þér Hellen.
SvaraEyðaKveðja Ásta.
Kjólarnir eru æðislegir, Hellen. Þú ert ótrúlega afkastamikil. Mér finnst þessi með teygjunni í faldinum frábær, smart við leggings.
SvaraEyðaKveðja
Sigga
Mycket vackra klänningar!
SvaraEyðaHa en fin dag!