
Nú ætla ég að sýna dúkkuföt sem ég gríp allaf í að gera öðru hverju.

Mér finnst meira gaman að prjóna þau en sauma. Ég tók æði og prjónaði nokkur sokkapör, með hæl, stroffi og tá eins og á alvöru sokkum.

Uppskriftirnar eru héðan og þaðan, ljósrit úr gömlum blöðum og svo kíki ég í ný blöð líka eftir uppskriftum.
Stundum geri ég allt dressið eins og hér fyrir ofan.

Hér langaði mig bara til að prjóna kjólinn.

Þetta var svo gert úr afgöngum, og peysan var úr þrenns konar hvítum garnafgöngum.