
Þennan jóladúk var ég að sauma og á hann að vera á eldhúsborðinu.
Sniðið fann ég í blaði sem fæst ennþá í Eymundsson og heitir Quilting Celebrations.

Það er gefið út af
Patrick Lose, og hef ég verið að horfa á hann á QNN. Þótt ég sé ekki hrifin af öllu sem hann gerir er líka margt áhugavert hjá honum. Hann applíkerar mikið í saumavél, og notar gjarnan satínsporið til þess eins og ég hef gert hérna, en í þessum dúk bregður hann út af vananum og lætur gera það fyrir sig í höndunum. Með öllu þessu má fylgjast á QNN í nýjustu þáttunum hans.